Showing all 4 results

Stauff logo1Stauff borði a1

Rörabaulur frá Stauff

Þýska fyrirtækið Stauff hefur um árabil verið einn þekktasti framleiðandi á rörafestingum í Evrópu og er það gæði vörunnar, ending og styrkur sem hefur skilað þeim þessum sess. Allar rörabaulur Stauff standast þær kröfur sem eru gerðar skv. DIN 3015 og fást í öllum stöðluðum röra- og slöngustærðum sem eru notaðar í dag. Skv. staðlinum er baulunum skipt upp í grúbbur eða flokka eftir stærð og eru frá grúbbu 0 til grúbbu 8 þar sem grúbba 8 er fyrir sverustu rörin.

Rörafestingar eru vísindi í sjálfu sér enda titringur og hávaði í lagnakerfum hvimleitt vandamál. Réttar festingar og val á efni skiptir því miklu máli.

Stauff framleiðir fjölda gerða af baulum fyrir ólík verk og aðstæður. Algengustu baulurnar eru úr plastefnum, annars vegar grænar PP (Copolymeric Polypropylene) baulur og hins vegar svartar SA (Thermoplastic Elastomer) baulur. Þá er einnig nokkur eftirspurn eftir baulum úr áli.

Festingar, yfir- og undirplötur ásamt boltum og fylgihlutum fást svo annars vegar úr svörtu stáli (Fe/Znph r 10 – DIN EN 12476) eða úr ryðfríu stáli (AISI 316/316Ti).

Auk þeirra hefðbundnu rörabaula sem Landvélar eru með á lager framleiðir Stauff mikið úrval af sérhæfðari baulum sem hægt er að sérpanta. Má þar nefna baulur með fóðringum, baulur sem eiga að þola meiri hita o.s.frv. Sjá nánar á heimasíðu Stauff: stauff.com/