Straub samtengi
Straub er svissneskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ráðgjöf, smíði og hönnun á samtengjum fyrir flestar gerðir af pípum og rörum úr stáli og plasti og hefur verið í fararbroddi á þessum markaði frá upphafi.
Straub samtengin eru í senn örugg, varanleg og hagkvæm lausn hvar sem tengja þar saman rör eða pípu. Sveigjanleikin er mikill og öll vinna og meðhöndlun þægileg í samanburði við hefðbundin röra- og pípusamtengi enda engin suða eða óþarfa fyrirhöfn með Straub. Þá dempa tengin titring og hljóð í lagnakerfum.
Úrvalið er fjölbreytt og tekur á flestum aðstæðum, m.a. þegar tengja þarf stál- og plastpípur saman, plast og plast og að sjálfsögðu stál og stál, með eða án togþrýstings frá pípunum. Straub býður einnig gott úrval af tengjum er uppfylla skilyrði reglugerða vegna eldvarna auk annara sérlausna, m.a. þar sem misvægi eða halli er á pípum sem tengja þarf saman.
Þekking Straub snýr ekki bara að smíði og hönnun tengja. Hjá Straub starfar úrvalslið sérfræðinga að lausnum þar sem tengja þarf saman pípur og rör, bæði úti á vettvangi en ekki síður með framleiðendum vélbúnaðar sem leita til Straub til að fá lausnir fyrir sínar vörur eða búnað.
Straub röratengi
Straub röratengi
Straub röratengi
Straub röratengi
Straub röratengi