Lyftibúnaður – kranar og talíur

Landvélar tóku við umboðinu fyrir ABUS iðnaðarkrana árið 2007 og fyrir var fyrirtækið umboðsaðili fyrir HMF bílkrana en þessi tvö merki eiga það sameiginlegt að vera þekkt fyrir gæði og áreiðanleika.  Með yfirtöku Landvéla á Ístækni ehf. árið 2008 komu inn vörur eins og talíur, púllarar, plötuklemmur og önnur hjálpartæki til að lyfta og færa til þunga hluti, stálplötur, tunnur o.s.frv.  Þá liggjum við með á lager allar helstu gerðir af stroffum og strekkjurum.