Showing all 3 results

Abus logo 1

 

 

Brúkranar action

ABUS brúkranar

ABUS er eitt af leiðandi fyrirtækjum Evrópu þegar kemur að smíði brúkrana.  Hver krani er sérsmíðaður en byggir á stöðluðum og hugvitssömum lausnum.  Fjöldi grunngerða er til staðar og samhliða er hægt að fá ólíkar undirstöður og festingar sem hámarka burðargetu, lofthæð og nýtingu á því svæði sem krananum er ætlað að þjóna.  Mikið úrval er af hlaupaköttum, bæði með keyrslu fyrir ofan eða neðan brúbita en einnig með hliðarfestingum til að hámarka mögulega hæð undir krók.

Stjórnbúnaður krana er oftast fjarstýrður og hægt er að samtengja færslur á tveimur krönum eða hlaupaköttum fyrir hífingu og færslu á stórum farmi.  Þá framleiðir ABUS einnig öfluga stoðkrana sem vinna vel með hefðbundnu brúkranaumhverfi.