HB system actionABUS HB-System
Frábær og hagkvæm lausn í flest öll rými

ABUS HB-System er heildstætt kerfi af færslubrautum, kranabrúbitum og upphengjum.  Kerfið er mjög sveigjanlegt og hægt að laga að þörfum flestra þar sem þörf er á brúkranakerfi sem er í senn hagkvæmt, auðvelt í uppsetningu og með möguleika á að breyta eða aðlaga nýjum aðstæðum á verkstað, t.d. vegna endurskipulagningar eða stækkunar, með nýjum viðbótareiningum eða tilfærslum á þeim sem eru fyrir eru.Stillanleg upphengja

HB-System er til í þremur ólíkum prófíl brautum, HB 160, HB 200 og HB 250 sem tryggja örugga og áreynslulausa færslu á krana og talíu.  Sjálf upphengjan er stillanleg og fyrirferðarlítil sem hámarkar mögulega hæð undir krók. Þá er val um 7 gerðir af kranabitum sem fullkomna sveigjanleika HB kerfisins. Mesta spanlengd er 12 metrar (10 metra færsla á talíu) og mesta lyftigeta er allt að 1 tonn, háð lengd og gerð kranabitans. (ZHB-3 brauta kraninn getur náð heildarspani upp á 22 metra og allt að 2 tonna lyftigetu).

Frekari upplýsingar um ABUS HB system má finna hér:  ABUS HB system bæklingur

 

 

Brautarprófíll

 

Engin vara fannst sem passar við valið