Showing all 10 results

Hadef logo

 

Hadef talíur og hlaupakettir

Þýska fyrirtækið Heinrich De Fries GmbH hefur framleitt talíur, hlaupaketti, vindur og annan kranabúnað undir merkjum HADEF í yfir 100 ár, stofnað árið 1904.  Ráðandi hluti framleiðslunnar er í Þýskalandi og gæði vörunnar eru í öndvegi og allar vörur vottaðar og viðurkenndar eftir gildandi stöðlum.

HADEF framleiðir vír- keðju- og skafttalíur og eru það einkum þær síðast nefndu sem við hjá Landvélum leggjum áherslu á, með eða án hlaupakattar.  Við leitumst við að eiga allar algengustu keðju- og skafttalíur, bæði úr áli og hefðbundnu stáli, á lager.  Við sérpöntum rafdrifnar talíur, vindur og allan stærri búnað eftir óskum hvers og eins.

Úrvalið af HADEF talíum er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þörf er á talíu fyrir stöðuga og mikla notkun á verkstæði eða í framleiðslu, léttar talíur til að hjálpa við dagleg störf utan verkstæðis eða sérhannaðar talíur fyrir sérstakar aðstæður.