Terrier logo

 

Terrier plötuklemmur og annar lyftibúnaður

Hollenska fyrirtækið Terrier hefur yfir 30 ára reynslu í smíði á ýmsum hjálparklemmum og búnaði til að auðvelda hífingu eða flutning á vandmeðfarinni vöru eins og rörum, plötum, tunnum o.fl.  Framleiðslan er nýtískuleg og eingöngu er notast við gæðastál í smíði og hönnun þar sem höfuðáhersla er að uppfylla kröfur um öryggi og meðfærileika vörunnar í daglegri notkun.

Vöruúrvalið er fjölbreytt og sérsniðið að hverju verkefni, þyngd, þykkt og lögun þess sem á að lyfta eða færa.  Terrier býður upp á ryðfríar útfærslur af flestum sínum verkfærum og sérsmíðar lausnir í samræmi við óskir viðskiptavina.

Okkar vinsælustu vörur eru plötuklemmur, það sem sumir kalla plötuhanska, en þessar klemmur má fá í ýmsum útgáfum og gerðum, með lyftigetu upp í 30.000 kg. og efnisþykkt allt að 150 mm.

 

Allar

Engin vara fannst sem passar við valið