Showing all 3 results

Bevi logo

 

 

Bevi rafmótorar

Í gegnum árin höfum við hjá Landvélum selt mikið af rafmótorum, bæði staka og ekki síður sem aflmótora fyrir aðra vöru hjá okkur eins og dælustöðvar o.fl.  Við höfum því lagt upp með að eiga fyrirliggjandi á lager allar helstu stærðir og gerðir af rafmótorum, tveggja til átta póla og 230, 400 og 690V.

Á síðustu árum hafa orðið einhverjar breytingar á milli birgja en í dag er sænska fyrirtækið BEVI okkar aðalbirgi.  Þar á bæ sérhæfa menn sig í sölu á rafmótorum, gírmótorum, tíðnibreytum, rafölum og sambærilegum vörum.  Aðrir birgjar eru m.a. danska fyrirtækið Brd. Klee og ítalska fyrirtækið CEG.  Flestir 3ja fasa mótorarnir eru framleiddir í Asíu en 1ns fasa mótorar í Evrópu.

Flestir mótorar á lager eru B5/B3, þ.e. með stórum flans (B5) og fótum (B3) en þá höfum við einnig minni flansa (B14) á lager fyrir þá sem þurfa.  Sérstakir mótorar eins og t.d. mótorar sem þurfa að standa lóðrétt, eru sérpöntun hverju sinni.

Í samvinnu við Fálkann hf.  bjóðum við helsta stjórnbúnað fyrir rafmótora, mjúkstart, XXX o.s.frv.

 

Bevi rafmótorar

Flansar og fætur Bevi

Bevi rafmótorar

3 fasa rafmótorar Bevi

Bevi rafmótorar

1 fasa rafmótorar Bevi