Showing all 17 results

Slöngusmiðiborði

Háþrýstar glussa- og þvottaslöngur

Slöngusmíði er og hefur verið stór hluti af sögu og starfsemi Landvéla og þar eru háþrýstar slöngur af ýmsum gerðum í aðalhlutverki.  Við vinnum eingöngu með viðurkenndum framleiðendum og eru allar háþrýstar slöngur Landvéla framleiddar í Evrópu.  Okkar aðalbirgjar eru Hansa-Flex, Dunlop Hiflex og Parker.

Við státum af góðu samstarfi við þjónustuaðila um land allt sem eru með slöngur og lagnaefni frá okkur. Undir valflipanum Þjónusta má finna lista yfir alla helstu innlendu samstarfsaðila Landvéla í slöngusmíði.  Þá höfum við í samvinnu við viðskiptavini okkar útbúið gáma sem staðbundna þjónustustöð fyrir slöngusmíði, t.d. við jarðgangnagerð og verkefni sem eru unnin langt frá næsta þjónustuaðila.
Samanburð á glussaslöngum má sjá hér