Reelworks slönguhjól og kefli
Reelworks slönguhjólin eru framleidd samkvæmt ISO 9001 staðli af kínverska fyrirtækinu ITI en þeir eru einn stærsti framleiðandi á slönguhjólum í heiminum í dag.
Keflin eru með fjaðrabúnaði sem dregur slönguna inn aftur eftir notkun, snúningslið og endastoppi og fást í plast-, stál- eða ryðfrírri umgjörð með slöngum í helstu stærðum og gerðum, fyrir loft, vatn, gas og olíur. Veggfestingin er annars vegar bein og þá með engum snúningsmöguleika eða færslu með snúningsradíus allt að 180°. Hægt er að kaupa aukalega færanlega veggfestingu á öll stærri stálkeflin. Þá bjóðum við upp á að skipta út slöngum eftir þörfum hvers og eins.
Frá Reelworks eru einnig í boði rafmagnskefli – 230V.