Verkfæri fagmannsins
Í gegnum árin hafa Landvélar boðið upp á öll helstu verkfæri fyrir slöngu- og rörasmíði auk vökvaverkfæra frá Stanley, Larzep og Enerpack.
Árið 2008 keyptu Landvélar fyrirtækið Ístækni ehf., en Ístækni var stór aðili í verkfærasölu fyrir iðnað og vélsmiðjur, einkum ýmsar rafsuðuvörur og vélar fyrir alla málmvinnslu. Stærstu vörumerkin sem fylgdu Ístækni eru tengd rafsuðu og þar eru finnsku Kemppi rafsuðuvélarnar í sérflokki enda eitt þekktasta merkið í rafsuðugeiranum hér á landi og víðar. Önnur þekkt vörumerki tengd raf- og logsuðu eru Elga rafsuðuvír, hjálmar frá Speedglass (3M) og ýmsar suðuvörur frá GasQ.
Þá erum við í góðu samstarfi við virta framleiðendur á stærri iðnaðarvélum eins og plötu-, beygju- og skurðarvélum, fræsurum, rennibekkjum o.fl. Má þar nefna framleiðendur eins og Bystroinic, Haco, Geka og Imet til að nefna nokkra.
Við leggjum áherslu á að eiga á lager minni vélar eins og sagir, bandslípivélar, lokka, súluborvélar, plasmaskurðarvélar o.fl. ásamt öllum helstu fylgivörum fyrir málmiðnaðinn, slípiskífum, bitstáli, borum, sagarblöðum o.fl.