Logo1

 

 

 

Borði

Kamasa verkfæri – þessi sterku

Hjá Kamasa er lögð áhersla á vönduð og endingargóð verkfæri fyrir fagmanninn. Hvergi er slakað á gæðakröfum og að hönnun Kamsasa koma tugir vélvirkja og annara fagmanna sem vinna með þessi verkfæri að staðaldri, allt raunverulegir notendur sem skynja þarfirnar og þær breytingar sem eru uppi hverju sinni. Kamasa býður fulla ábyrgð á öllum sínum helstu vöruflokkum.
Ábyrgðarskilmálar Kamasa

Er Landvélar hófu sölu og kynningu á Kamasa hér á landi hafði vörumerkið legið í dvala um skeið hjá fyrrverandi umboðsaðila. Fyrstu viðbrögð fagmanna voru mjög jákvæð og öll í sömu áttina. Kamasa þekktu menn af eigin reynslu sem „sterku verkfærin sem óhætt er að taka á – dag eftir dag“. Orðsporið lifir og við erum þess fullviss að Kamasa eru og verða áfram verkfæri sem fagmaðurinn getur treyst.

Kamasa framleiðir öll algengustu hand- og loftverkfæri fyrir verkstæði nútímans. Lyklar, tangir, slagverkfæri, skrúfjárn, skröll, toppa og ýmis loftverkfæri. Flestar vörur má fá stakar eða í settum og þá eru verkfæraskáparnir alltaf vinsælir. Jafnframt leggur Kamasa mikla áherslu á sérsmíðuð verkfæri fyrir bílaverkstæði.

Á heimasíðunni http://www.kamasatools.com/ má nálgast vörulista Kamasa en við hjá Landvélum leitumst við að eiga á lager öll algengustu verkfærin hverju sinni.

Safnmynd

 

Engin vara fannst sem passar við valið