Haco logo

 

 

 

 

HACO iðnaðarvélar – sérfræðingar í vinnslu á plötuefni

Haco byrjaði árið 1965 sem lítið flæmskt fjölskyldufyrirtæki sem þjónaði iðnfyrirtækjum í nágrenni sínu.  Framleiðslan vakti skjótt athygli út fyrir landsteinana og í dag þykir Haco vera í fararbroddi sem framleiðandi á iðnaðarvélum.  Gæði Haco hafa skilað fyrirtækinu góðu orðspori, vélarnar þykja áreiðanlegar, vel hannaðar og endingargóðar.  Þá er allur stjórn- og hugbúnaður fyrsta flokks.

Upphaflega sérhæfði Haco sig í iðnaðarvélum fyrir plötuvinnslu með fullmótaða línu af beygjuvélum, plötu- og endaklippum, pönsurum, plasma skurðarvélum og völsum í öllum stærðum og gerðum.  Frá því um miðjan tíunda áratuginn hefur Haco svo bætt stórum CNC fræsivélum og fullkomnum rennibekkjum við framleiðslulínu sína.

Haco hefur verið með vinsælli iðnaðarvélum hér á landi síðustu 25 árin.

Heimasíða Haco.

Haco safn 2

 

Engin vara fannst sem passar við valið