Logo

 

 

Borði

Stanley vökvaverkfæri

Bandaríska fyrirtækið Stanley Black & Decker er stærsti framleiðandi á vökvadrifnum handverkfærum í heiminum og hefur verið að frá miðri 19 öld.  Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði, með öfluga vöruþróun og vönduð verkfæri í hin ólíku verkefni þar sem vökvadrifin verkfæri létta mönnum störfin í vinnu og leik.

Stanley er þekktast hér á landi fyrir brothamra og vökvafleyga af ýmsum stærðum og gerðum, bæði handfleygum og hömrum til að festa á vélar og tæki. Auk þess framleiðir fyrirtækið breiða línu af vökvadrifnum plötuþjöppum, sögum, borum o.fl. ásamt sjálfstæðum vökvaaflsstöðvum.

Í krafti stærðar sinnar hefur Stanley keypt nokkur vörumerki og framleiðendur og þar eru frægust LaBounty og Dubuis.

Undir vörumerkinu LaBounty framleiðir fyrirtækið ýmis sérverkfæri fyrir iðnað, endurvinnslu og verkstæði, m.a. klippur, skæri, glennur, krabba og aðrar klemmur, allt vökvadrifin verkfæri.

Undir vörumerkinu Dubuis framleiðir Stanley ýmis smærri vökvadrifin verkfæri, t.d. skurðarvélar, pressur o.fl.

Sjón er sögu ríkari. Heimasíða Stanley er www.stanleyhydraulics.com

Allt

Engin vara fannst sem passar við valið