Kleentek logo

 

edc_zu01

Kleentek olíuhreinsikerfi

Kleentek olíuhreinsunarkerfið byggir á japönsku hugviti og tækni og er sú aðferð sem þykir skila einna bestum árangri við hreinsun á olíu og glussa.  Þessi aðferð skilar margföldum árangri fram yfir hefðbundnar síur og dregur úr kostnaði til lengri og skemmri tíma.

Hrein olía hefur mjög lágan leiðnistuðul en sama gildir ekki um agnir, aðskotahluti og önnur óhreinindi sem kunna að leynast í olíum en það eru einmitt þessir leiðnieiginleikar sem Kleentek olíuhreinsikerfið byggir á. Olíu er dælt í hringrás gegnum rafsegulssvið myndað af háspenntum segulspólum sem mynda jákvæð og neikvæð skaut í kerfinu. Aðskotahlutir og önnur óhreinindi í olíunni verða fyrir hleðslu á leið sinni fram hjá skautunum og dragast að skautunum þar sem agnirnar eru fangaðar í þar til gerðan safndúk og síast þannig óhreinindin frá til frambúðar.Tilraunaglös

Ávinningurinn er ótvíræður; hrein olía, hreinn hagnaður:

  •    Minnkar olíukostnað og lengir líftíma olíunnar.
  •    Minni síukostnaður.
  •    Aukið öryggi og notkunartími tækjabúnaðar.
  •    Minna slit á vélbúnaði, þéttingum o.fl.

Nánari umfjöllun um mikilvægi hreinsunar á olíu og tæknina á bak við Kleentek hreinsikerfið má finna hér: Kleentek tækniefni, og einnig á heimasíðu Kleenkek: http://www.kleentek.eu/

Kleentek framleiðir einnig vandaðan olíu- og vatnskiljubúnað.

 

 

Engin vara fannst sem passar við valið