Heimasíða HMF

 

 

 

Borði stærri

HMF bílkranar

HMF Group A/S er rótgróið danskt fyrirtæki sem hefur unnið sér inn verðugan sess meðal þeirra bestu í smíði og hönnun á bílkrönum af öllum stærðum og gerðum.

Einkenni HMF eru gæði og styrkur.  Kranar HMF eru þekktir fyrir hagkvæmni og langan endingartíma.  Áhersla er lögð á vandaða og sterka málningu og yfirborðsáferð og að kraninn haldi bæði einkennum sínum og styrk út notkunartímann.  Þjónusta HMF er traust og hvergi er slakað á kröfum um öryggi, virkni og nákvæmni.  Öll vöruþróun er unnin í nánu samstarfi við viðskiptavini og notendur með það að markmiði að hanna og smíða vöru í samræmi við óskir markaðarins.  Allir HMF kranar fara í gegnum nákvæmt gæðaeftirlit og eru framleiddir skv. ISO 9001:2000 gæða stöðlum og með vottun frá Lloyd‘s Register Quality Assurance (LRQA).

Eitt af aðalsmerkjum HMF er EVS (Electronic Vehicle Stability) stöðuleikakerfið sem tryggir hámarks virkni og lyftigetu allan lyfti- og hífi ferilinn, samhliða því að vera öryggisvörn fyrir yfirlestun o.fl.  Allar nauðsynlegar upplýsingar eru á skjáborði í fjarstýringu kranans og með EVS er kranastjórnandinn með fulla stjórn á verkinu.

Sala á bílkrönum hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir hér á Íslandi samhliða sveiflukenndu efnahagslífi, en eftir stendur að margir eigendur HMF krana sitja lengi á sínum krana enda er rekstrarkostnaður lágur og endingin frábær.  Öll þjónusta við HMF á Íslandi er unnin á verkstæði Landvéla, Smiðjuvegi 28, Kópavogi.

Sjá nánar ítarefni um krana, körfur og smíði HMF á heimasíðu HMF.

Engin vara fannst sem passar við valið