Löng helgi (hjá sumum okkar).
Föstudaginn 21. sept. og mánudaginn 25 sept. næstkomandi mun góður hluti starfsmanna Landvéla bregða sér af bæ, nánar tiltekið í helgarferð til Brighton.
Þeir sem standa vaktina verða því nokkuð færri en venjulega en erum þess fullviss að þeir munu gera sitt besta, eins og alltaf. Allar deildir, sala, skrifstofa og verkstæði verða starfandi.
Vonum að þið sýnið okkur skilning og farið mjúkum höndum um þá sem standa vaktina.