Óvenjulegar aðstæður

Seinustu 12 – 15 mánuðir hafa verið sérstakir og nú þegar við erum loks farin að ná yfirhöndinni gegn Covid faraldrinum taka við næstu verkefni.  Það er nokkuð ljóst að aðfangakeðjan er ekki sú sama og var fyrir Covid og heimurinn ekki tilbúinn fyrir þá eftirspurn sem er til staðar.  Seinustu mánuði höfum við fundið verulega fyrir þessu og er það einkum tvennt sem kemur til.

Annars vegar er verulegur hráefnisskortur hjá mörgum af okkar birgjum og þá allra verst í plastefnum sem eru uppistaðan í mikið af okkar slöngum og börkum. Höfum við dæmi þar sem fyrirtæki hafa flaggað „Force Majure“ skilmálum vegna hráefnisskorts og jafnvel ekki náð 50% afköstum í sinni framleiðslu. Hins vegar er verulegt hikst á flutningum, einkum þá frá Asíu og það er staðreynd að margar vörur koma þaðan til Evrópu sem íhlutir í evrópska framleiðslu.

Afleiðingarnar eru vöruskortur á ákveðnum vörum og verulegar verðhækkanir frá birgjum, þær mestu sem við höfum séð og virðist ekkert lát á. Lítið er við þessu að gera annað en að reyna sitt besta og vonast til að tíðin batni, rétt eins og við vonumst til að sumarið fari að sýna sig.

Vörukynning

Þrjár nýjar Compact glussaslöngur
Grennri og sveigjanlegri en hefðbundnar glussaslöngur

Tilboðshornið