Covid–19 veiran og okkar viðbrögð.

Í ljósi Covid-19 faraldursins sem gengur yfir þessa dagana og vikurnar höfum við hjá Landvélum ehf.
gert eftirfarandi ráðstafanir sem við biðjum ykkur um að sýna skilning og virða:

 • Nokkrir starfsmenn í sölu hafa verið sendir heim og vinna sína vinnu heiman frá. Eru þetta
  fyrst og síðast varúðarráðstafanir ef til þess kemur að fyrirtækið verði sett í sóttkví en þá
  eigum við vonandi til teymi sem getur sinnt neyðarþjónustu. Það er sjálfgefið að þessar
  aðgerðir takmarka eitthvað venjulegt þjónustustig okkar en við því er lítið að gera.
 • Gerðar hafa verið ráðstafanir til að lágmarka samneyti starfsmanna innan fyrirtæksins þar
  sem þess er kostur, í mötuneyti o.s.frv.
 • Aukin þrif á snertiflötum, posum, afgreiðsluborðum o.s.frv. Spritt og önnur hreinsiefni til
  staðar ásamt hönskum.
 • Takmörk sett á aðgengi viðskiptavina inn á lagerrými.
 • Takmörkun á fundasetum og heimsóknum til viðskiptavina og birgja

Erum þess fullviss að við stöndum öll saman í þessu og sínum þessu skilning. Gætum hreinlætis og
virðum fjarlægðarmörk eftir bestu getu.

Vörukynning

Þrjár nýjar Compact glussaslöngur
Grennri og sveigjanlegri en hefðbundnar glussaslöngur

Tilboðshornið