Jafnlaunastefna Landvéla ehf

Jafnlaunastefna Landvéla ehf. kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun eiga ekki að fela í sér kynjamismunun.
Jafnlaunastefnu Landvéla skal framfylgt með eftirfarandi aðgerðum:  

  • Innleiða og viðhalda jafnlaunakerfi sem stenst skoðun Jafnréttisstofu og skal vottuð sem viðurkennd jafnlaunastaðfesting í samræmi við 8. gr. laga nr. 150/2020. 
  • Útskýrður launamunur kynja skal vera óverulegur eða lítill sem enginn, án þess að tiltaka einhverja sérstaka prósentutölu sem slíka. 
  • Framkvæmdastjóra ber að framkvæma launagreiningu reglulega og tryggja að breytingar í starfi eða launakjörum endurspegli jafnlaunastefnu félagins hverju sinni. Það er jafnframt á ábyrgð framkvæmdastjóra að nýráðningar samræmist jafnlaunastefnu félagsins. 
  • Úrbætur og aðgerðir skulu unnar í samvinnu stjórnenda og launamanns, byggt á gögnum og stefnu félagsins. Grunur um ósamræmi skal greina hratt og örugglega og frávik skal leiðrétta eins skjótt og kostur er. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir úrbótum, að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu um eitthvað sem betur má fara. 

 Jafnlaunastefna Landvéla er órjúfanlegur hluti af launastefnu félagsins og hornsteinn í þeirri stefnu er snýr að jafnrétti og virðingu.