PS2 er hefðbundinn mekanískur (vélrænn) þrýstirofi fyrir dælustýringu á einfasa 1~230 V rafmótor sem er allt að 1,5kW og mesti straumur 16 A. Þrýstisvið er 1 – 6,5 bar. Þrýstirofinn kemur með verksmiðjustillingu sem er 1,4 bar start (dæluræsing) og 2,8 bar stop (dælustopp). Hægt að breyta þessum gildum og stilla inn hvenær dælan á að starta og stoppa. Gert með því að herða eða slaka á tveimur til þess gerðum gormum inn í boxinu.
Þrýstirofar PS2
Þrýstirofi, dælustýring start/stop.
Spenna: 1~230 V
Hámarksstraumur: 16 A
Þéttivörn: IP 20
Gengjur: 1/4″ BSP



