Elgacore DWX 50 flux fylltur MIG vír

Flux fylltur rútíl MIG vír til nota með ArCO2 eða óblönduðu CO2 hlífðargasi.
Elgacore DWX 50 er aðallega ætlaður til suðu á þunnu efni þar sem þörf er á lágum straum og kverkar eru þröngar.
Vírinn hentar fyrir allar suðustöður og veitir stöðugan mjúkan ljósboga og góða suðuáferð með litlum sem engum slettum.
Gjallhúðin losnar auðveldlega og gufumyndun er í lágmarki. Hentar vel til suðu á kolefnis- og manganblönduðum burðarbitum og gefur góðan botnstreng ef notað er keramik bak.
Auðveld notkun og góð vinnsla gera Elgacore DWX 50 að sérlega fjölhæfum fylltum vír fyrir efnisþykkt allt niður í 5 mm.
Suðustöður:Elga P45 suðustöður